Sunday, December 18, 2016

DIY- hekladir bréfaklemmuskautar


Í DIY-pósti dagsins er meira pakkaskraut eda bara fallegt jólaskraut, en ég ætla ad deila med ykur einfaldri uppskrift af hekludum skautum.
Tetta er uppskrift sem ég gerdi eftir skautum sem langamma mín gaf mér á pakka sem pakkaskraut ein jólin. Teir eru fíngerdir og hekladir á bréfaklemmu sem mér finnst ótrúlega snidugt og krúttlegt. 

Hekladir bréfaklemmu skautar uppskrift
Ég notadi fínt heklugarn og nál nr.2

1.umf. Búdu til lykkju og træddu upp á bréfaklemmuna, gerdu fastapinna út umferdina, tar til tú nærd á endann á bréfaklemmunni (11 lykkjur) – snúdu vid.
2.umf. 1 ll, og fastapinnar út umferd. (11) - snúdu vid
3.umf. 1 ll. Hálfur studull út umferd. (11) snúdu vid
4.umf.  1 ll, kedjulykkja í 5 næstu lykkjur. Hálfur studull, 4 studlar. –snúa vid
5.umf. 2 ll. 5 studlar- skipta um lit. (5)
6.umf. fastapinnar út umferd med nýjum lit -snuda vid (5)
7.umf. 1ll og fastapinnar út umf. (5)
8.umf. 1ll og fastapinnar út umf. (5)

Í lokin er hægt ad enda á ad búa til loftlykkjur út frá sídustu lykkju til ad búa til bandid sem skautarnir hanga á.

Træddu band eins og reimar í skautana ad framan verdu og gerdu slaufu.

Skautana er audvitad hægt ad gera á mismunandi vegu og tad fer líka soldid eftir stærdinni af bréfaklemmu sem notud er. 






Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desember
og munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum. 

2 comments:

  1. Ótrúlega flott hjá þér! Frábærar leiðbeiningar, sendi mynd ef ég legg í þetta :-)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk ædislega fyrir tad, endilega sendu mynd ef tú gerir skautana :)

      Delete