Um mig - About me

Ég heiti Mekkín Barkardóttir og er 22 ára. Ég er uppalin í Hafnarfirdi, en bý nú í yndislegu Kaupmannahöfn ásamt kærastanum mínum, Arnari Bender. Vid erum bædi í námi, ég í hjúkrunarfrædi og hann í læknisfrædi, og búum saman í lítilli stúdentaíbúd, rétt fyrir utan midbæ Kaupmannahafnar.
Ég elska alla handavinnu og föndur og er yfirleitt med eitthvad á prjónunum eda heklunálinni. 
Einnig hef ég mikinn áhuga á heilbrigdum lífsstíl og hreyfingu og er dugleg ad prófa mig áfram med nýjar uppskriftir í eldhúsinu, en þad hef ég sennilega frá mömmu (Kristadesign). 
Eftir ad ég flutti til Kaupmannahafnar, í mína fyrstu íbúd, fór ég einnig ad spá mikid í heimilinu og hvernig best er ad innrétta litla stúdentaíbúd og hafa hana soldid huggulega. 
Ég er algjör pinterest fíkill og hef fylgst med tísku -og föndurbloggum frá því ég var unglingur, en mig hefur lengi langad til þess ad stofna mína eigin sídu til ad halda utan um þad sem ég er ad dunda vid alla daga.

Ég lærdi ad prjóna, hjá langömmu minni, Erlu, þegar ég var mjög ung en hafdi ekki mikla þolinmædi í þad á þeim tíma. Einhverjum árum seinna kenndi hún mér ad hekla, en þad fannst mér mun audveldara og tá kviknadi áhuginn alveg. Ég hef alltaf dádst mikid af ömmum mínum sem allar eru, og hafa verid, duglegar handavinnukonur, og lít mikid upp til þeirra.
Til ad byrja med, lærdi ég bryjenda-hekl og svo smátt og smátt prófadi ég mig áfram og vard betri. Ég fer ekki mikid eftir uppskriftum, nánast aldrei, heldur prófa ég mig áfram og á audvelt med ad sjá fyrir mér hvernig útkoman verdur. 
Þad var fyrst árid 2013, þegar kærastann langadi til ad eignast lopapeysu, ad ég ákvad ad leita til langömmu aftur og læra almennilega ad prjóna. Ég valdi ekki audveldasta verkefnid og amma hló nú soldid þegar ég sagdi ad peysan þyrfti ad vera tilbúin eftir rúmar 2 vikur, því þá ætladi hann á þjódhátíd. Ég tók áskoruninni og prjónadi dag og nótt, og med smá hjálp vid frágang, nádi ég ad klára peysuna á rúmum 10 dögum. þar kviknadi prjónaáhuginn aftur hjá mér og ég áttadi mig á því hvad prjón er slakandi og róandi fyrir hugann.
Þrátt fyrir ad vera nemandi í fullu námi og vinnu samhlida, þá hef ég alltaf tíma til ad prjóna, hekla eda dunda mér vid eitthvad annad. Sumir skilja ekki hvernig ég nenni þessu öllu eda hvenær ég finn tíma, en mér finnst öll handavinna svo skemmtileg og róandi ad ég gæti ekki hætt. 
Eins og ég sagdi fyrr, stofnadi ég þessa sídu adallega fyrir sjálfa mig og til ad halda utan um þad sem ég er ad gera, en her mun ég setja inn þau verkefni sem ég er ad dunda vid hverju sinni og ég vona ad ykkur finnist gaman ad fylgjast med. 
Takk fyrir ad lesa 

No comments:

Post a Comment