Friday, December 2, 2016

DIY - stjörnulengja (DIY Star-garland)


Í DIY pósti dagsins er .....
Stjörnulengja med hekludum "jóla"-stjörnum



Uppskrift af stjörnu
Tessa uppskrift/mynd fann ég á netinu, en ég er búin ad íslenskutýda hana og í seinni sviganum er ameríska skammstöfunin.
Svart: umferd 1
Blátt: umferd 2

Stjörnurnar eru mjög fljótlegar í gerd, en eins og sést á myndinni fyrir ofan, er tetta galdralykkja sem byrjad er á svo er heklud fyrsta umferdin sem er hringurinn og önnur umferd eru armarnir á stjörnuna svo tarf bara ad ganga frá endum.

Ég hekladi mínar stjörnur úr bómullargarni, med nál nr. 2,5 og stífadi tær eftirá med veggfódurslími. 
Tad er svo annadhvort hægt ad træda tær upp á band eftir ad búid er ad stífa tær, eda hekla tær vid band ádur en tær eru stífadar. 
Ég nota bara fraudplast sem undirlag tegar ég stífa, en ég hef einnig prófad ad nota svona hnjáhlíf (oftast notad vid gardvinnu), en tad virkadi líka vel. 
Ég bleyti stjörnurnar bara vel upp í stífingarefninu, og legg tær svo á undirlagid og títiprjóna tær fastar eftir ad ég teygi úr teim. 




Stjörnurnar má einnig nota stakar sem skraut á jólapakka eda hengja tær á jólatré, í bordskreytingu eda bara hvad sem er. 

(mynd af netinu)
Nú ef madur hefur ekki tolinmædina í heklid, tá er líka hægt ad klippa út stjörnur úr pappa eda kartoni og líma tær á band. 

(mynd af netinu)
(mynd af netinu)
Hér er einnig snidug hugmynd, sem audvelt er ad útfæra med pappír. Smá meiri trívídd í stjörnunum. 

(mynd af netinu)
(mynd af netinu)
Hér eru misjafnar útfærslur af skreytingum med svona stjörnuborda

(mynd af netinu)
(mynd af netinu)
(mynd af netinu)

Svo tarf ekkert ad nota tær sem jólaskraut en stjörnur geta verid falleg skreyting í t.d. barnaherbergi eda bara sem falleg skreyting í stofunni allt árid.


Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desember
og munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum. 

No comments:

Post a Comment