Thursday, December 1, 2016

DIY- plast grýlukerti ( DIY- plastic icicles)



Jæja þá er loksins kominn desember, þid vitid ekki hvad ég er búin ad bída spennt. Jólatréd var sett upp í gær, en ég fékk ótrúlega fallegt tré-jólatré í jólagjöf í fyrra. Vid höfum verid med gervijólatré, frá skátunum, heima sídan ég man eftir mér en þad er eitthvad vid þessi gamaldags tré-jólatré sem heillar mig alveg svakalega. Þau eru farin ad verda vinsælli enda passa tau líka vel inn í skandinavíska stílinn sem margir sækjast eftir í dag. 

 En ad ödru..í dag, 1.desember, í fyrsta pósti adventudagatalsins er DIY – plast grýlukerti.


Ég heillast mikid af öllu jólaskrauti sem mamma á, en ég hef audvitad alist upp vid skrautid heima og þad eru bara nokkrir hlutir sem tengjast jólunum sem eru alveg naudsynlegir til ad þad geti komid alvöru jól hjá mér.
Eitt af þeim eru gler grýlukertin, sem mamma keypti einhvern tímann í Jólahúsinu á Akureyri.
Eftir ad ég flutti ad heiman hef ég verid ad sanka ad mér jólaskrauti hédan og þadan, og hef líka föndrad þónokkud mikid sjálf. Ég fann þessa hugmynd á netinu í fyrra og prófadi ad útfæra hana. Þad kom svo vel út ad ég hef ákvedid ad búa til smá video – sýnikennslu til ad deila hérna á blogginu.



Allt sem þú þarft er: plastflaska/flöskur, kerti, nál og þrádur/girni og jafnvel fallegar glærar perlur.

1: Fjarlægdu midann af plastflöskunni og skoladu hana vel.
2: Skerdu botninn og toppinn af flöskunni og klipptu svo langar ræmur úr flöskunni
 3. Kveiktu á kerti
 4. Haltu í sitthvorn endann á plastræmunni og hitadu hana yfir kertaloganum, ekki fara of nálægt, og snúdu upp á ræmuna jafnódum.

*þegar ræman er hitud er betra ad byrja lengra frá og svo færa sig nær
*Passadu ad brenna ekki plastid
*þad getur tekid nokkrar tilraunir ad komast upp á lagid med snúninginn og hitann en...æfingin skapar meistarann..

5. Stingdu gat med nál eda litlum gatara í annan endann á ræmunni og þræddu band eda girni í gegnum til ad hengja skrautid upp. 


Tar sem grýlukertin eru úr plasti eru þau heldur létt og því ekki alveg eins stabíl og gler grýlukertin en þad er t.d. hægt ad þræda perlur á band/girni og hengja nedan í grýlukertid til ad gera þad meira stabílt. 


Ég notadi svona glærar perlur sem ég fékk í Søstrene Grene, en "demantarnir" eru líka úr Søstrene grene.



Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desember
og munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum. 

No comments:

Post a Comment