Friday, December 18, 2015

Jólakort eda merkimidar DIY.

Eins og ég hef sagt þá elska ég jólin og allt sem tengist þeim, medal annars ad búa til jólagjafirnar og hvad þá ad pakka þeim fallega inn. 
Ég keypti gjafapappír í Søstrene Grene um daginn sem mér fannst einfaldur og fallegur, og svo keypti ég hvítan silkiborda og svart gjafaband med, en mig vantadi alveg merkimida og jólakort. 
Ég er ótrúlega hrifin af fallegum vetrarmyndum og ég elska dýr, en ég hef fundid svo margar fallegar myndir á netinu undanfarid svo mér datt í hug ad útbúa bara falleg kort/merkimida sjálf.
Þetta var mjög einfalt og kemur vel út med fallegum einföldum gjafapappír. 




Hér eru 3 útgáfur, sem ég bjó til sjálf í Photoshop med myndum af netinu, og prentadi svo út á A4, mattan ljósmyndapappír, Klippi svo út hverja mynd med smá ramma utan um og skrifa aftan á. Svo má annad hvort gata kortid og hengja á pakkann eda líma þad fast.






Gledileg jól !

Friday, December 11, 2015

Gerdu desembermánud eftirminnilegan *

Ég fann þessa skemmtilegu mynd á pinterest í gær sem fangadi mig alveg. 

Nú er desember, jólamánudurinn mikli, runninn upp, LOKSINS. 
Ég er algjört jólabarn og byrja yfirleitt ad hlusta á jólalög í september og nýt þess alveg fram ad jólum. Mér finnst jólalögin svo skemmtileg og afslappandi, fullkomid ad hlusta á þau medan madur situr inni í hlýjunni og dúllar sér vid jólagjafaföndur eda jólabakstur. Margir fussa og sveia yfir þessu, en ef fleiri tækju þetta bara til sín og byrjudu ad njóta fyrr þá væri líklega ekki eins mikid stress í öllum rétt fyrir jólahátídina. 

Hér í Danmörku er mikid haldid í jólahefdir og Danirnir byrja líka frekar snemma, eins og ég. Þad var þó ekki fyrr en fyrsta í adventu, ad adal brjálædid byrjadi. Ég var á leidinni heim úr vinnunni og ákvad ad kíkja vid í einni búd til ad kaupa kerti í adventu-stjakann minn. Þad var allt pakkad í mollinu, fólk var hlaupandi um í stressi út um allt, ad reyna ad finna adventugjafir fyrir börnin og kaupa inn í adventukransinn á sídustu stundu. 
Ég vard vör vid þad, ad ég stressadist sjálf rosalega og þurfti alveg ad sannfæra sjálfa mig um ad ég þyrfti nú ekki ad vera stressud. Heima hjá mér var allt skreytt og tilbúid og ég var meira ad segja búin ad græja flestar jólagjafirnar. 
Tilgangurinn med þessari sögu er bara sá ad mig langar ad minna á þad hversu mikilvægt þad er ad njóta líka. Þad er svo mikilvægt ad halda stressinu í lágmarki sérstaklega í kringum þennan árstíma, í snjó og hálku. Slysin gera ekki bod á undan sér. 

Gefdu dýrmætan tíma í stadinn fyrir dýrar gjafir: Ad eyda tíma med sínum nánustu og njóta jólahátídarinnar er svo naudsynlegt. Þad er audvitad alltaf gaman ad gefa og þiggja fallegar gjafir. En bestu gjafirnar í lífinu eru þær gjafir sem ekki er hægt ad kaupa.
Persónulegar gjafir finnst mér skemmtielgastar. Þad eru þær gjafir sem þú manst best eftir og þær sem skilja eitthvad eftir sig í minningunni. 

Gefdu til dæmis fallega ljósmynd, myndaalbúm med skemmtilegum minningum, búdu til slide-show úr utanlandsferdinni eda myndabók. 
Falleg dagatöl med myndum af börnunum, er snidug gjöf fyrir ömmur og afa. 
Heimabakadar smákökur og konfekt í fallegri öskju. 
Gefdu kærastanum/kærustunni gjafabréf í nudd eda dekur sem þid getid notid saman. Nú ef þad er ekki peningur til þess, er líka hægt ad kaupa nuddolíu og bjóda í nudd heima, kveikja á kertum og fallegri tónlist.
Fjölskyldan getur safnad saman fyrir utanlandsferd eda farid saman upp í sumarbústad.
Halda spilakvöld, matarbod, bíókvöld og ég gæti endalaust haldid áfram. Þetta er bara spurning um ad láta ímynunaraflid leida sig áfram. 

Ef þú hefur ekki þolinmædi í þad ad föndra gjafir eda finna upp á einhverju sjálf/ur, gefdu þér þá tíma til ad skipuleggja gjafainnkaupin. Þad er mun audveldara og miklu afslappadara ad leggja af stad í gjafainnkaup ef þú veist hverju þú ert ad leita ad. Mörg fyrirtæki eru einnig komin med netverslanir, svo í rauninni þarf ekki lengur ad fara út úr húsi til ad kaupa gjafirnar.


Ég get ekki bedid eftir ad koma heim til fjölskyldunnar á íslandi og knúsa alla eftir margra mánada adskilnad. Ég ætla ad njóta þess ad borda gódan jólamat, horfa á jólamyndir, opna jólakortin og búa til skemmtilegar minningar. 
Ég vona ad ykkar desembermánudur verdi eftirminnilegur í ár. Njótid jólatímans og gerid eitthvad skemmtilegt med fjölskyldu og vinum.