Friday, November 25, 2016

Jóladagatal Krúsídúlla 2016

Nú er brádum ad lída ad desember sem er svo ædislegt en ég hef ákvedid ad halda úti jóla/adventudagatali á blogginu alla daga fram ad jólum.
Tetta adventudagatal mun innihalda mikid af audveldum DIY verkefnum ásamt ýmsu  ödru skemmtilegu og mögulega nokkrum uppskriftum og videoum :)

Endilega fylgist med blogginu í desember og fáid skemmtilegar hugmyndir af föndri til ad dunda vid fram ad jólum :)


Wednesday, November 23, 2016

Heklud gólfmotta - leikteppi úr bulky garni

Í pósti dagsins ætla ég ad sína hvernig hægt er ad hekla med Bulky garninu sem ég sýndi um daginn hér
Mig langadi ad prófa ad hekla úr tví líka en tad er hægt ad gera ýmislegt úr tessu garni. 


Ég hekladi hringlaga gólfmottu, sem ég hugsadi mér ad geta notad undir jólatréd, og svo væri ég alveg til í ad prófa einhvern tímann ad gera hana alveg RISA stóra og hafa sem gólfteppi í stofunni. 

Gólfteppid var mjög fljótlegt, eins og handaprjónid, en ég hekladi med puttunum og er búin ad gera vidjó til ad sýna hvernig tad er gert. 

Uppskrift: 
1.umf.: "magic ring" med 6 lykkjum
2.umf. 2 l í hverja lykkju med fastahekli (12 lykkjur)
3.umf. 2 l í adra hverja lykkju út umferd (18.lykkjur) 
..... aukid út um 6 lykkjur í hverri umferd tar til teppid er komid í tá stærd sem tú óskar eftir. 


Mottan/teppid verdur rosalega tykkt og mjúkt svo tad getur einnig hentad vel sem leikteppi fyrir krakka, tar sem tad dempir vel t.d. ef barnid dettur á teppinu. 



Hér eru fleiri hugmyndir af bulky hekli, fundid á Pinterest. 

Nokkrir gólfpúdar saman

Tessi er ótrúlega stór og djúsí

Uppskriftin af tessum er frí á netinu hér.

Tessir eru reyndar prjónadir, en sama hugmynd.

Svo eru svona körfur líka fallegar