Saturday, December 3, 2016

DIY- Leirskraut


Í DIY pósti dagsins er .....
Jóla-leirskraut úr heimagerdum leir.


Tessa hugmynd tek ég frá blogginu Systur og Makar sem mamma mín og Katla frænka sjá um. Mamma gerdi tessa leiruppskrift ein jólin og mér finnst svona hvítt og einfalt skraut svo ótrúlega fallegt. 
Tetta skraut er audvelt og skemmtilegt ad búa til en tad tekur soldinn tíma ad torna/hardna og verda tilbúid.

Jólapakkaskraut
100 g kartöflumjöl
300 g matarsódi
200 ml vatn
Aðferð: Hitið allt saman í potti á lágum hita og þegar deigið fer að þykkna þá er það tilbúið. Um leið og hægt er að hræra deiginu upp í kúlu þá má taka pottinn af hellunni og 
kæla. Hnoðið svo vel deigið á mottu og notið kartöflumjöl ef það er of blautt. Svo má skera út fallegar stjörnur eða hjörtu og eins er h
ægt að pressa ofan í deigið t.d.
stimplum, blúndu, greinum og svo lengi mætti telja.
Notið sogrör til að búa til gat fyrir borða og leyfið svo skrautinu að þorna yfir nótt eða tvær á smjörpappír. Gott að snúa skrautinu við eftir sólarhring og láta þorna á hinni hliðinni. Það er hægt að baka skrautið á lágum hita en mér fannst koma betur út að leyfa því að þorna sjálfu.


Svona stílhreint og einfalt skraut er mjög vinsælt í skandinavískum jólaskreytingum en ég er búin ad finna nokkrar myndir til ad sýna mismunandi útfærslur af skrautinu og skreytingum. 


Stjörnulengjuna mætti til dæmis búa til úr leirstjörnum.


Hér er fallegt pakkaskraut.




Litlar stjörnur - límdar á pakkaband.

Leirskraut notad til ad skreyta greinar.



Tad er hægt ad stimpla falleg mynstur í leirinn med tví ad nota greinar, greni, blúndu eda hvad sem tér dettur í hug. 


Hér notadi ég prjónadann trefil sem ég trýsti ofan í leirinn til ad fá svona prjónamynstur.


Hér er jólatréd mitt, sem ég fékk í jólagjöf í fyrra, en tad er frá DEMO - handverk.
Ég skreytti jólatréd í ár med hvítu og gylltu skrauti.

Tad er hægt ad búa til allt mögulegt úr leirnum, en ég mun setja inn fleiri hugmyndir seinna í dagatalinu, svo endilega fylgist med :) 

Einnig er hægt ad setja nokkra dropa af ilmolíu í leirinn til ad fá góda lykt af skrautinu og eins má líka setja matarlit til ad lita leirinn, eda mála fígúrurnar/skrautid eftir á. 

Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desemberog munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum. 

No comments:

Post a Comment