Wednesday, December 21, 2016

DIY-pappamassadýr



Í DIY pósti dagsins ætla ég ad sýna hvernig hægt er ad búa til pappamassa-fígúrur, einfalt og skemmtilegt ef þú hefur gott ímyndunarafl. 

Ég bjó til hreindýrshaus og eina sem ég notadi var afgangar af einangrunarplasi sem ég fann, álpappír, málningarteip, föndurvír, afganga af veggfódurslími og pappapoka sem tú til dæmis færd í søstrene grene tegar tú verslar smádót.  

Ég byrja á því ad taka lítinn kubb af einangrunarplasti og svo ríf ég smá álpappír og legg hann utan um kubbinn og læt "afganginn" af álpappírnum krudlast saman í smá kúlu framan á sem verdur trýnid á dýrinu. Álpappírinn er svo þæginlegur til ad móta úr og tad er bara hægt ad bæta vid eftir törfum.



Næst mótadi ég hornin, en ég tók pappír og braut hann saman smátt í eina lengju, og svo vafdi ég hann med álpappír og bjó til fleiri "horn" út frá fyrsta strimlinum. Til ad hafa hornin alveg stödug, vafdi ég föndurvír utan um lengjuna. Einnig væri hægt ad stinga bara greinum í hausinn í stadinn fyrir ad búa til horn. 



Tá er byrjad ad líma yfir grunnmótid med málningarteipi, en þad er gott ad nota til ad fá betri áferd á fígúruna. ég sýni á næstu myndum í skrefum hvernig ég lími. En þad er ágætt ad líma alltaf adeins ofan á teipid sem var fyrir. Tannig ad tú byggir ofan á þad sem var fyrir. 

Hér er ég t.d. búin ad setja lím fyrst langsum nidur á trýnid og svo þvert yfir augnsvædid, þannig þad myndast kross.

Svo vinn ég mig áfram og lími bara þangad til allt er teipad, og festi audvitad hornin á líka.





Hér hef ég sett meira lím aftur ofan á trýnid og svo endar þad undir hausnum eins og sést á næstu mynd fyrir nedan. 


Hér er ég búin ad þekja hausinn ad framanverdu en á næstu mynd er allt þakid í teipi og hornin eru líka komin á og buid ad teipa þau föst.

Næsta skref er svo ad blanda veggfódurslíminu, og rífa pappapokana nidur í búta, frekar litla búta og svo er byrjad smátt og smátt ad líma bút fyrir bút á fígúruna. Tad er best ad nota sömu adferd og vid límbandid/málningarteipid, þannig ad hver bútur sem settur er á, þekur alltaf smá part af fyrri bútnum líka, þá er audveldara ad þekja allt án þess ad þad losni í sundur. 







Hér er svo pappamassa-dýrid tilbúid, en ég á eftir ad skreyta þad. 
Tad er hægt ad gera allskonar med þessar fígúrur, til ad skreyta tær. Mála eda þekja med skrautpappír (decoupage)
Hér eru nokkrar myndir af netinu af svona pappamassadýrum sem eru skreytt med skrautpappír og mod podge, eda decoupage lími.
Billedresultat for decoupagepapir projekter

Billedresultat for decoupagepapir projekter

Billedresultat for decoupagepapir projekter
Billedresultat for decoupagepapir projekter
 :
Tessi er frá blogginu www.craftandcreativity.com

Ég vona ad þú hafir fengid hugmyndir í pósti dagsins. Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desember og munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum. 


No comments:

Post a Comment