Friday, January 6, 2017

Janúar - mánudur nýs upphafs og skipulagninga

Gódann daginn og gledilegt nýtt ár. 
Nú er enn og aftur kominn janúar og margir búnir ad setja sér ýmis markmid um bætta heilsu, betra skipulag, sparnad og fleira. 

Í pósti dagsins ætla ég ad sýna soldid sem ég útbjó mér núna í janúar. En tegar ég flutti til Kaupmannahafnar 2014 og fór ad búa í fyrsta skipti, áttadi ég mig á tví ad mikill matur fór oft til spillis og vid vorum ad eyda miklu í mat, sem kannski nýttist ekki vel. 

Ég byrjadi tá ad útbúa matsedil fyrir hverja viku og sparadi tannig hellings pening og minnkadi matarsóun. En hérna í Danmörku koma vikuleg tilbod í allar verslanir og ég byrjadi tví ad búa til matsedil fyrir vikuna, eftir tilbodum hverju sinni. Tetta sparadi mikinn pening og virkadi vel.

Matsedilinn skrifadi ég oftast bara á blad og hengdi upp á ísskápinn og bjó til innkaupalista til hlidar sem ég tók med í búdina. 

Núna datt mér hins vegar í hug ad nýta eina hugmynd sem ég sá fyrir löngu sídan á netinu og bjó til "margnota" matsedil vikunnar. 

Í tetta notadi ég: 
-Ramma úr ikea (A4 stærd)
-post it mida
-svartan tússpenna (töflutúss) 
-blad og prentara

Ég bjó bara til einfaldann bakgrunn med texta í word, tar sem ég skrifadi yfirskriftina "Matsedill vikunnar" og svo skrifadi ég dagana inn mán. tri. os.frv.
Svo er tad prentad út og rammad inn og tá getur tú skrifad á glerid/plasid med töflutúss og turrkad af tegar ný vika byrjar.
Auk tess bætti ég vid 2 blokkum af post it midum med lími, nedst á rammann sem passar fullkomlega til ad skrifa innkaupalistann nidur, svo ríf ég bara efsta lagid af tegar ég fer í búdina. 


Einnig er hægt ad búa til ramma fyrir markmidin, en tad getur líka hjálpad til vid ad halda markmidunum og vinna ad teim ad hafa tau sýnileg og uppi vid. 

Markmidin setti ég í ramma af stærd A5 sem ég fékk í Tiger. 

Ég er eins og flestir búin ad setja mér nokkur markmid fyrr nýja árid, en eins og ég heyrdi einhvern segja um daginn á samfélagsmidlum tá snýst tetta kannski ekki alveg um ad byrja upp á nýtt heldur bara ad halda áfram ad vera duglegur. En tad passar vel fyrir mig, sem borda vanalega mjög hollt og hreyfi mig oft í viku. Tad á til ad fara soldid í rugl yfir hátídirnar, en tá er bara ad koma sér aftur á strik og halda áfram af gömlum vana. 

Ég vona ad tetta DIY dagsins nýtist einhverjum, endilega deildu ef tér líkadi færslan.

Enn og aftur gledilegt ár og gangi tér vel med markmidin tín ;) 

No comments:

Post a Comment