Monday, October 31, 2016

Ristud sæt kartafla :)

Jæja ég hef nú verid ad fá ansi mikil og gód vidbrögd vid póstunum mínum undanfarid og hef tví ákvedid ad reyna ad vera adeins duglegri og mögulega soldid fjölbreyttari líka. 
Ég hef ekki mikid sett inn uppskriftir hér eda annad tengt mat, en ég er med glútein ótol og er tví mikid ad prófa mig áfram í eldhúsinu til ad finna mér eitthvad gott sem hentar mínu matarædi. Enda er ég matgædingur mikill og elska ad borda hollan og næringarríkan mat.

Ég fann skemmtilega hugmynd um daginn á pinterest vafrinu, sem ég kannski stunda einum of mikid en tad er svo ótrúlega margt snidugt tar inni. 
"Uppskriftin" er sem sagt ristud sæt kartafla. En ég med mitt glútein ótol tarf ad fordast allt braud og hveiti, og er tví oft soldid hugmyndasnaud hvad vardar hádegismat eda millimál. 
Ég hef oft fengid spurningar frá fólki um tad hvad ég borda, enda er gluteinótol ordid mun algengara en tad var og oft vill fólk líka bara minnka hveiti og mjöl eda sterkju í matarædinu.


Tessi uppskrift er afar einföld. 
Skerdu eina sæta kartöflu nidur í sneidar, ca. 1/2-1 cm á tykkt og svo bara tannig ad hún passi ofan í braudristina. 
Sneidinni/sneidunum er svo skellt í braudristina (ég setti hana í gang x3) til ad kartaflan nái ad eldast í gegn. Svo getur madur leikid sér og sett hvada álegg sem er ofan á. 
Tetta er tær snilld og ég mun sko aldeilis nýta mér tetta framvegis. Sæta kartaflan verdur rosalega gód á bragdid og hún helst "stökk" en er samt alveg eldud í gegn.
Svo eru 2 svona sneidar ekki nema 40-50 kcal. sem er ekki slæmt en til samanburdar  er venjuleg braudsneid um 70-80 kcal sneidin.
Fyrir ristun
Eftir ristun

Ég notadi paprikusmurost (philadelphia), baby spínat, avokadó sneidar og rauda papriku. Svo toppadi ég med smá kotasælu og svörtum pipar. 

Takk fyrir ad lesa, og endilega látid vita ef tid hafid áhuga á ad sjá meira matartengt. :) 

No comments:

Post a Comment