Monday, October 24, 2016

Bulky prjónateppi...

Nú jæja fyrir ykkur sem erud áhugasöm um bulky garnid og handaprjón eda "arm-knitting", sem ég sýndi í sídasta pósti, þá er ég búin ad snara saman einu teppi og reyna ad taka fínar myndir af því þrátt fyrir skammdegisbirtuna hérna...:) 

Þad er ótrúlega einfalt og fljótlegt í gerd, mestan tíma tekur eiginlega ad útbúa garnid sjálft(sjá: DIY bulky garn), en þegar madur er kominn á lagid med þad, tekur þetta enga stund. 
Teppid gerdi ég á kannski klukkutíma, nádi sirka einum og hálfum sjónvarpsþætti ;) 
Ég notadi 5 flísteppi í heildina í þetta teppi, en þad er á stærd vid venjulegt sófa-kúruteppi..rosalega djúsí, mjúkt og hlýtt, þrátt fyrir ad þad líti út fyrir ad vera soldid götótt..en þad fylgir þessu risa-prjóni.
Ég horfdi nú bara á youtube video til ad ná tökum á prjónaadferdinni sjálfri en þetta var mjög audvelt.

Ég fitjadi upp 26 lykkjur, eda bara þar til höndin fylltist. Passid ad gera þær ekki of lausar en samt ekki of strekktar heldur, svo þad stoppi ekki blódflædid þegar þid byrjid ad prjóna. 
Ég prjónadi slétt prjón, frá einni hönd yfir á þá næstu. Garnid á ad vera fyrir framan prjónaverkid (sem sagt á gólfinu, ekki í kjöltunni) 
þú hefur garnid frá hnyklinum í hendinni sem lykkjurnar eru á. Svo smeygiru einfaldlega einni lykkju yfir svo tad myndast ný lykkja og færir nýju lykkjuna yfir á næstu hendi. Garnendinn í nýju lykkjunni á þá ad snúa ad þér, en garnhnykillinn er ennþá fyrir framan prjónid(á gólfinu).  
Svona er prjónad koll af kolli tar til 5 garnhnyklar klárast. 
Gengid er frá endum og voila teppid er klárt fyrir næsta sófakúr. 

Ég vona innilega ad þid skiljid þessar útskýringar, annars er youtube (arm knitting) gódur vinur :) 


eigid gott kvöld...

3 comments:

  1. sæl Hvað ertu með breiðar ræmur í flísteppinu? kv Anna

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl, tú getur séd nákvæma lýsingu á tví hvernig ég útbjó "garnid" í annari færslu hér á sídunni, DIY bulky garn. En ræmurnar sem ég klippti voru ca. 3 puttar eda um 5-6 cm á breidd.

      https://krusidullur.blogspot.dk/2016/10/diy-bulky-garn-diy-cheap-bulky-yarn.html

      Delete
  2. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete